Innlent

Veiting á ríkisborgararétti skapar fordæmi

Lucia Celeste Molina Sierra í Ísland í dag í gærkvöldi
Lucia Celeste Molina Sierra í Ísland í dag í gærkvöldi MYND/Stöð 2 - Ísland í dag

Lucia Sierra, tengdadóttir Jónínu, sagði í Íslandi í dag í gærkvöldi að Jónína hefði ekkert aðstoðað sig við umsóknina. Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, segir hins vegar á bloggsíðu sinni að sú ákvörðun að veita tengdadóttur Jónínu Bjartmarz ríkisborgararétt, geti leitt til þess að þúsundir útlendinga krefjist krefjist þess sama.

Pinedo segir að annað hvort sé ákvörðun allsherjarnefndar röng og standist ekki lög eða það sé búið að skapa fordæmi fyrir því að fólki sé veittur ríkisborgararéttur eftir að hafa búið í 15 mánuði á landinu.

Hægt er að sjá færslu hennar hér.

Lucia Celeste Molina Sierra, tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, var í viðtali í Ísland í dag í gærkvöldi. Í því kom fram að hún hefði sótt um ríkisborgararétt til þess að geta stundað nám í Bretlandi. Hún sagði að ef hún hefði ekki íslenskan ríkisborgararétt hefði hún þurft að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi í hvert sinn sem hún færi á milli landanna.

Þá kom einnig fram að Jónína Bjartmarz hefði bent henni á þennan möguleika, að sækja um að hljóta íslenskt ríkisfang í gegnum Alþingi. Hins vegar kom fram að Jónína aðstoðaði hana ekkert frekar og hvergi í umsókninni er minnst á tengsl Luciu og Jónínu.

Lucia sagðist hafa vitað að hún uppfyllti eingöngu tvö skilyrði til þess að hljóta íslenskan ríkisborgararétt. Þess vegna hefði hún sérstalega beðið um að umsókn hennar yrði tekin fyrir af Alþingi.

Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×