Innlent

Reykjavíkurakademían tíu ára

Frá einum funda Reykjavíkurakademíunnar á síðasta ári.
Frá einum funda Reykjavíkurakademíunnar á síðasta ári. MYND/Einar Ólason

Í dag er tíu ára afmæli Reykjavíkurakademíunnar og verður blásið til fagnaðar í húsnæði þess í JL-húsinu við Hringbraut í dag. Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna hér á landi. Opið hús verður frá klukkan 10-14 og eru gestir hvattir til að kynna sér starfsemi fræðimannanna.

Ljósmyndasýningin Fræðimenn eftir Björn Sigurjónsson verður auk þess opnuð í Hoffmannsgalleríi sem er á fjórðu hæð hússins.

Hátíðardagskráin sjálf hefst klukkan 15. Þar verða viðstaddir borgarstjóri, ráðherrar og fjöldi fræðimanna. Menntamálaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra munu undirrita styrktarsamning við Reykjavíkurakademíuna.

Um 280 fræðimenn hafa haft aðsetur í Akademíunni frá stofnun hennar. Margir þeirra hafa verið í framlínu fræðasamfélagsins og vakið athygli á nýstárlegum rannsóknum og miðlun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×