Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.
Tottenham er hinsvegar á ágætum málum eftir sigurinn og skaust í 6. sæti deildarinnar. Liðið á leik til góða gegn Blackburn á heimavelli á fimmtudaginn og getur tryggt sér Evrópusæti á næstu leiktíð með sigri. Vinni liðið svo síðasta leikinn mun það tryggja sér fimmta sætið í deildinni - líkt og á síðustu leiktíð.
Hermann fallinn í fjórða sinn

Mest lesið




Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent






Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent