Innlent

Lögreglan útilokar ekki íkveikju í miðbænum

MYND/Vilhelm

Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna bruna húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis 18. apríl stendur enn yfir. Lögregla getur því ekki útilokað að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða, né heldur hvort um hafi verið að ræða bruna út frá rafmagni. Of snemmt er að fullyrða um nokkuð í þessum efnum segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Á þriðja tug aðila hafa verið yfirheyrðir og teknar af þeim lögregluskýrslur í tengslum við rannsóknina. Í þeim hóp eru bæði rekstraraðilar þeirrar starfsemi sem fram fór í húsunum, starfsfólk og iðnaðarmenn sem voru að störfum í húsunum daginn sem þau brunnu. Enginn þeirra hefur verið yfirheyrður með réttarstöðu sakbornings.

Við lögreglurannsóknir eru allir fletir máls rannsakaðir og fyllsta hlutleysis gætt. Bæði er rannsakað það sem bendir til sýknu og sektar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×