Innlent

Rúmenum gert að yfirgefa landið

Björn Þorláksson skrifar

Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi.

Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag með aðstoðs túlks. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn telur líklegt að Rúmenanna bíði sömu örlög og þeirra sem komu til Reykjavíkur, að þeir verði beðnir að yfirgefa landið.

Lögreglan hafði fyrst afskipti af mönnunum eftir kvartanir frá bæjarbúum en sumum þótti harmonikkuspil þeirra full hávært. Sex þeirra sváfu á gistiheimili í nótt en vísbendingar eru um að sumir þeirra hafi þénað dálítlar fjárhæðir með tónlist sinni.

Og því er við þetta að bæta að nú rétt fyrir fréttir var mönnunum vísað upp í flugvél til Reykjavíkur og verða þeir sendir úr landi í fyrramáli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×