Tony Blair hættir í júní Guðjón Helgason og Sveinn H. Guðmarsson skrifar 10. maí 2007 18:30 Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Sjá meira
Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Sjá meira