Innlent

Eiríkur vill tvær keppnir

Eiríkur sagði íslenska lagið nógu gott til þess að komast í úrslitin.
Eiríkur sagði íslenska lagið nógu gott til þess að komast í úrslitin. MYND/Vísir

Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár.

Þá hvatti hann Íslendinga til þess að kjósa Svía eða Finna í lokakeppninni sem fram fer á laugardaginn kemur. Það væri eina vitið, að kjósa okkar nágranna rétt eins og þjóður Austur-Evrópu gera.

Íslensku hópurinn var almennt frekar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist áfram í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×