Innlent

Reglum Evróvisjón verður að breyta

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Íslenska lagið Valentine Lost komst ekki upp úr undankeppni Evróvisjón í gærkvöldi. Eiríkur Hauksson söngvari, sagði að keppni lokinni alveg ljóst að austurblokkin, eða fyrrum Sovétlýðveldin, mynduðu með sér samtök, eða mafíu, og lög frá mið-og vestur evrópu ættu ekki möguleika.

Norðmenn sem einnig féllu út í gær segja að reglur söngvakeppninnar verði að breytast. Í norska dagblaðinu Aftenposten í dag er fjallað um hvernig keppnin sé að skiptast milli Austur- og Vestur Evrópu, þar sem Balkanskaginn hafi betur með svokallaðri blokkaratkvæðagreiðslu. Við þessari þróun verði að bregðast. Dönsku blöðin segja sömuleiðis að austurblokkin hafi jarðað danska lagið sem ekki komst áfram í gær.

Eiríkur sagði orðið tímabært að breyta fyrirkomulagi keppninnar og sagðist búast við sterkum viðbrögðum annarra Evrópuríkja við úrslitunum í gærkvöldi.

 


Tengdar fréttir

Versta lagið fer í úrslit Eurovision

Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×