Innlent

Framsóknarflokkurinn yfir tíu prósent

Jónas Haraldsson skrifar

Framsóknarflokkurinn rýfur tíu prósenta markið í síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. Vinstri flokkarnir tveir mælast með sama fylgi og í stórsigri þeirra í þingkosningunum 1978. Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin fallin.

Samkvæmt skoðanakönnuninni fékk Framsókn 10,3% og Sjálfstæðisflokkurinn 36%. Frjálslyndir eru komnir í 5,7% og eru að toga sig yfir þröskuldinn. Íslandshreyfingin er með 3,2% og ekki með mann inni. Samfylking fékk 29,3% og Vinstri grænir fengu 15,5%.

Þingmannatala er óbreytt frá því í gær. Þá var Framsókn með sex menn, Sjálfstæðisflokkur með 24, Frjálslyndir með þrjá, Íslandshreyfingin kemur ekki manni inn, Samfylking fær 20 þingmenn og Vinstri grænir tíu.

Ríkisstjórnina vantar enn tvo menn upp á að ná stjórnarmeirihluta sínum á ný. Kosningavakan á Stöð tvö hefst klukkan níu annað kvöld og verður í opinni dagskrá.

Félagsvísindadeild Háskóla Íslands gerði könnunina og var 300 manns bætt við úrtakið í dag. Alls voru því 1000 manns í úrtakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×