Innlent

Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur játað að hafa stungið annan mann í brjóstkassa og kvið með hnífi. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 6. júní en beðið er niðurstöðu úr lyfja- og áfengisprófum.

Margir voru á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Árásarmaðurinn viðurkenndi að hafa misst stjórn á sér og náð í hníf í eldhúsið og lagt til fórnarlambsins. Læknum tókst að bjarga lífi mannsins sem var í mikilli lífshættu.

Rannsókn málsins er talin á lokastigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×