Innlent

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir 18 ára karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni á hóteli í Reykjavík. Gæsluvarðhaldið mun þó ekki standa lengur en til 20. júní. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars.

Í úrskurði Héraðsdóms er sagt að pilturinn hafi ákveðið að ráðast að stúlkunni með tilviljannakenndum hætti. Aðeins 20 mínútur liðu frá því að þau hittust þangað til pilturinn kom upp úr kjallara hótelsins þar sem salernið var.

Lögregla segist telja hátterni mannsi alvarlegt og að öðrum konum kunni að stafa hætta af honum og því krefjist almannahagsmunir þess að hann sitji áfram í gæsluvarðhaldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×