Innlent

Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta samkvæmt könnun Gallup

Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta sinn samkvæmt niðurstöðum síðustu raðkönnunar Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, sem gerð var dagana 9. til 10. maí. Þetta kom fram í fréttum Ríkssjónvarpsins í kvöld.

Samkvæmt könnuninni fær Sjálfstæðisflokkurinn 38,4% og bætir heldur við sig á lokasprettinum. Hann fengi þá 25 þingmenn. Fylgi Framsóknarflokksins dalar hins vegar á ný og mælist nú 10,3%. Þetta er sama fylgi og hann mældist með í könnun sem var gerð fyrir Stöð tvö og birt var í kvöld. Hann fengi þá sex þingmenn. Samanlagt eru þetta 48,7% og myndi það skila stjórnarflokkunum 31 þingmanni.

Úrtakið þessa tvo daga var 1194 manns og var svarhlutfall 63,7%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×