Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing.
„Ef ekki væri fyrir fimm prósenta regluna værum við kannski með tvo menn inni," sagði Ómar. Íslandshreyfingin mælist með 3,1 prósents fylgi á landsvísu eftir fyrstu tölur.