Innlent

Jón út - Samúel Örn inn en ríkisstjórnin heldur velli

MYND/Vilhelm

Skjótt skipast veður í lofti því samkvæmt nýjustu tölum, eftir að búið er að telja 16.943 atkvæði í Norðvesturkjördæmi, er Jón Sigurðsson ekki inni á þingi en það var hann aðeins fyrir nokkrum mínútum. Í stað hans er kominn Samúel Örn Erlingsson, annar þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn heldur naumum stjórnarmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum.

Þá er Ellert B. Schram kominn inn sem fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og enn fremur eru Frjálslyndir komnir með tvo menn í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson er því inni á þingi eins og málin standa.

 

Flokkarnir sex hafa áfram sama þingmannafjölda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×