Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar 14. maí 2007 20:21 Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum. Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum.
Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira