Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi 15. maí 2007 12:29 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Ríkisstjórnin kom samn til síns fyrst fundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun eftir þingkosningar. Aðeins eitt mál var á dagskrá, staða mála að loknum alþingiskosningum, og stóð fundurinn í aðeins 20 mínútur. Aðspurður hvernig viðræðum yrði hagað næstu daga sagði Jón Sigurðsson að rætt yrði saman líkt og síðustu daga. Aðstoðarmenn og varaformenn flokkanna kæmu að viðræðunum. Aðspurður sagðist hann telja að allir vildu að mál kæmust á hreint sem fyrst en mönnum lægi þó ekkert óskaplega á. Ríkisstjórnin hefði haldið velli. Jón átti von á því að niðurstaða í viðræðunum lægi fyrir á næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður hvort menn væru nær eða fjær því að endurnýja samstarfið að menn væru á sama stað. Ekkert nýtt væri komið upp. Aðspurður sagði hann ágætar líkur á því að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram en að það væri ekki öruggt. Það réðist á næstu dögum hvort svo yrði. Geir var spurður hvað ráðherrar flokksins hefðu rætt eftir fundinn með framsóknarmönnum og þá sagði hann að þeir hefðu rætt stöðuna. Aðspurður hvort útstrikanir Björns Bjarnasonar og Árna Johnsen hefðu verið ræddar sagði Geir að svo hefði ekki verið. Þær væru í farvegi hjá kjörstjórnum og landskjörstjórn. Hann sagðist aðspurður hissa á útsrikununum en þetta væri í samræmi við reglur sem giltu um kosningar á Íslandi. Geir vildi ekkert segja til um það hvort þetta breytti stöðu Björns Bjarnasonar gagnvart ríkisstjórnarsetu. Kosningar 2007 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Ríkisstjórnin kom samn til síns fyrst fundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun eftir þingkosningar. Aðeins eitt mál var á dagskrá, staða mála að loknum alþingiskosningum, og stóð fundurinn í aðeins 20 mínútur. Aðspurður hvernig viðræðum yrði hagað næstu daga sagði Jón Sigurðsson að rætt yrði saman líkt og síðustu daga. Aðstoðarmenn og varaformenn flokkanna kæmu að viðræðunum. Aðspurður sagðist hann telja að allir vildu að mál kæmust á hreint sem fyrst en mönnum lægi þó ekkert óskaplega á. Ríkisstjórnin hefði haldið velli. Jón átti von á því að niðurstaða í viðræðunum lægi fyrir á næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður hvort menn væru nær eða fjær því að endurnýja samstarfið að menn væru á sama stað. Ekkert nýtt væri komið upp. Aðspurður sagði hann ágætar líkur á því að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram en að það væri ekki öruggt. Það réðist á næstu dögum hvort svo yrði. Geir var spurður hvað ráðherrar flokksins hefðu rætt eftir fundinn með framsóknarmönnum og þá sagði hann að þeir hefðu rætt stöðuna. Aðspurður hvort útstrikanir Björns Bjarnasonar og Árna Johnsen hefðu verið ræddar sagði Geir að svo hefði ekki verið. Þær væru í farvegi hjá kjörstjórnum og landskjörstjórn. Hann sagðist aðspurður hissa á útsrikununum en þetta væri í samræmi við reglur sem giltu um kosningar á Íslandi. Geir vildi ekkert segja til um það hvort þetta breytti stöðu Björns Bjarnasonar gagnvart ríkisstjórnarsetu.
Kosningar 2007 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira