Innlent

Varmársamtökin fordæma skemmdarverk

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra.

Varmársamtökin leggi áherslu á vandaðan málflutning og telji skemmdarverk af þessu tagi eingöngu til þess fallin að skemma fyrir jákvæðum markmiðum samtakanna, eins og segir í yfirlýsingunni.

Samtökin ástundi lýræðisleg vinnubrögð og sýni vilja til samvinnu. Þau telji að bæjaryfirvöld get leyst ágreining vegna byggingu tengibrautar í Álafosskvos á farsælan hátt með samvinnu við íbúa bæjarins. Rannsókn á skemmdarverkunum sé í höndum lögreglu. Það er von samtakanna að sannleikurinn komi fljótt í ljós.

Yfirlýsingu samtakanna má nálgast í heild sinni hér fyrir neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×