Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð 16. maí 2007 19:09 Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða. Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða.
Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent