Fíkniefnahljóð á netinu 18. maí 2007 18:56 Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. Sköpunargleði athafnamanna á netinu eru lítil takmörk sett. Nú er hægt að kaupa þar hljóðskrár sem eiga að líkja eftir þeirri vímu sem fæst með notkun til dæmis á kókaíni, marijúana, áfengi og e-pillum. Virknin á að nást með því að hlusta í minnst hálftíma í myrkvuðu herbergi. Ljóst er af íslenskum spjallþráðum að íslendingar hafa prófað: kmobo segir: "ég prufaði marijuana... og þegar ég lagðist í rúmmið... og lokaði augunum... fór mig ...að kitla í tærnar :P svo... fann ég að augun ... voru farinn að kippast frekar mikið til, en svo sofnaði ég held ég og sá fullt af fjólubláu bara, sá líka svona skemtilega, glóandi grænar brekkur..." Malsumis skrifar: "Varð helvíti skakkur af þessu eftir 3 tilraunir..." Þór Eysteinsson lífeðlisfræðingur segir hljóðin geta haft einhver áhrif á vitund manna - þó ekki eins mikla og gefið er í skyn á www.i-doser.com. Hann segir alkunna að hægt sé að róa fólk með ákveðnum hljóðum og að ýmislegt standist sem á heimasíðunni stendur. Þar er m.a. vitnað í virt fagtímarit á sviði taugavísinda. Hins vegar gangi menn þar lengra en vísindin gefa tilefni til. Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Bóls í Mosfellsbæ vöruðu í dag unglingana við að hlusta á þessar hljóðskrár. Þór hefur ekki áhyggjur af skaðsemi þeirra. Fréttir Innlent Vísindi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. Sköpunargleði athafnamanna á netinu eru lítil takmörk sett. Nú er hægt að kaupa þar hljóðskrár sem eiga að líkja eftir þeirri vímu sem fæst með notkun til dæmis á kókaíni, marijúana, áfengi og e-pillum. Virknin á að nást með því að hlusta í minnst hálftíma í myrkvuðu herbergi. Ljóst er af íslenskum spjallþráðum að íslendingar hafa prófað: kmobo segir: "ég prufaði marijuana... og þegar ég lagðist í rúmmið... og lokaði augunum... fór mig ...að kitla í tærnar :P svo... fann ég að augun ... voru farinn að kippast frekar mikið til, en svo sofnaði ég held ég og sá fullt af fjólubláu bara, sá líka svona skemtilega, glóandi grænar brekkur..." Malsumis skrifar: "Varð helvíti skakkur af þessu eftir 3 tilraunir..." Þór Eysteinsson lífeðlisfræðingur segir hljóðin geta haft einhver áhrif á vitund manna - þó ekki eins mikla og gefið er í skyn á www.i-doser.com. Hann segir alkunna að hægt sé að róa fólk með ákveðnum hljóðum og að ýmislegt standist sem á heimasíðunni stendur. Þar er m.a. vitnað í virt fagtímarit á sviði taugavísinda. Hins vegar gangi menn þar lengra en vísindin gefa tilefni til. Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Bóls í Mosfellsbæ vöruðu í dag unglingana við að hlusta á þessar hljóðskrár. Þór hefur ekki áhyggjur af skaðsemi þeirra.
Fréttir Innlent Vísindi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira