Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2007 12:31 Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki. Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki.
Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira