Stuðningur vex við Álver á Húsavík 20. maí 2007 15:16 Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. Í könnun sem gerð var í desember sl. mældist stuðningur við álvershugmyndir á Bakka 58,2% á Norðausturlandi. Á Húsavík mælist stuðningurinn í nýju könnuninni 83% en var tæp 76% í desemberkönnuninni. Alls reyndust 19,9% andvíg áformum um álver á Bakka í könnuninni nú, en voru 27,7% í í desember. Hlutfall hlutlausra í þessari nýju könnun var 10,6% en reyndist 14,1% í desemberkönnun Capacent Gallup. Þegar eingöngu er tekið tillit til viðhorfa Húsvíkinga kemur í ljós að 10,3% þeirra eru nú andvíg álversáformum en hlutfallið var 17,9% í desember. Vaxandi meirihluti svarenda er jákvæður í garð Alcoa Fjarðaáls í könnuninni á Norðausturlandi. Þannig svöruðu 67% því til að þeir væru frekar eða mjög jákvæðir í garð fyrirtækisins. Sambærilegt hlutfall í desemberkönnuninni reyndist 58,7%. Athygli vekur að einungis 15,3% íbúa á Norðausturlandi eru neikvæðir í garð fyrirtækisins en voru 19,5% í síðustu könnun. Í annarri könnun Capacent Gallup, sem náði til íbúa á landinu öllu, reyndust 57,4% svarenda vera jákvæð í garð Alcoa Fjarðaáls. Þetta er nokkru hærra hlufall en í sambærilegri könnun frá því í desember í fyrra þegar 50% lýstu sig jákvæð í garð fyrirtækisins. Sama könnun leiðir einnig í ljós aukinn stuðning á meðal landsmanna við álversframkvæmdir á Reyðarfirði eða 56,4% nú á móti 51% í desemberkönnuninni. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. Í könnun sem gerð var í desember sl. mældist stuðningur við álvershugmyndir á Bakka 58,2% á Norðausturlandi. Á Húsavík mælist stuðningurinn í nýju könnuninni 83% en var tæp 76% í desemberkönnuninni. Alls reyndust 19,9% andvíg áformum um álver á Bakka í könnuninni nú, en voru 27,7% í í desember. Hlutfall hlutlausra í þessari nýju könnun var 10,6% en reyndist 14,1% í desemberkönnun Capacent Gallup. Þegar eingöngu er tekið tillit til viðhorfa Húsvíkinga kemur í ljós að 10,3% þeirra eru nú andvíg álversáformum en hlutfallið var 17,9% í desember. Vaxandi meirihluti svarenda er jákvæður í garð Alcoa Fjarðaáls í könnuninni á Norðausturlandi. Þannig svöruðu 67% því til að þeir væru frekar eða mjög jákvæðir í garð fyrirtækisins. Sambærilegt hlutfall í desemberkönnuninni reyndist 58,7%. Athygli vekur að einungis 15,3% íbúa á Norðausturlandi eru neikvæðir í garð fyrirtækisins en voru 19,5% í síðustu könnun. Í annarri könnun Capacent Gallup, sem náði til íbúa á landinu öllu, reyndust 57,4% svarenda vera jákvæð í garð Alcoa Fjarðaáls. Þetta er nokkru hærra hlufall en í sambærilegri könnun frá því í desember í fyrra þegar 50% lýstu sig jákvæð í garð fyrirtækisins. Sama könnun leiðir einnig í ljós aukinn stuðning á meðal landsmanna við álversframkvæmdir á Reyðarfirði eða 56,4% nú á móti 51% í desemberkönnuninni.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent