Innlent

Morgunflug til Bandaríkjanna hefst í dag

Lagt verður upp í fyrsta morgunflug Icelandair til Bandaríkjanna klukkan hálf ellefu, en hingað til hefur ekki verið hægt að fara vestur um haf fyrr en síðdegis. Flugið er í tengslum við morgunflug frá meginlandi Evrópu til Keflavíkurflugvallar, þannig að farþegar úr því geta strax haldið áfram vestur um haf.

Morgunvélarnar koma svo aftur að vestan um miðnætti, en þá verður kostur á næturflugi áfram til meginlands Evrópu. Þetta er liður í langviðamestu áætlun félagsins til þessa, en í sumar verða 160 ferðir héðan til útlanda í viku hverri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×