Yfirlitssýningu var að ljúka fyrir stundu í Hafnafirði og var ekki mikið um flugeldasýningar. Þokki frá Kýrholti var með 8.73 fyrir yfirlit og átti hann ekki góðan dag í dag og hækkaði hann ekki eftir yfirlitssýningu. Hruni frá Breiðumörk 2 hækkaði fyrir brokk og Illingur frá Tóftum hækkaði fyrir vilja og geðslag og Tjörfi frá Sunnuhvoli hækkaði fyrir skeið.
