Aðstæður á Kárahnjúkum „hræðilegar“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. maí 2007 15:37 Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum. Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum.
Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira