Innlent

„Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð“, segir fyrrverandi vistmaður

Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð, segir þrítug kona sem lögð var inn á spítalann í vetur vegna geðsjúkdóms. Hún segir mikla fordóma gagnvart vistmönnum Klepps í samfélaginu.



Í tilefni af 100 ára starfsafmæli Kleppspítala var í dag haldið málþing um fordóma gegn geðsjúkdómum. Hátt í 70 sjúklingar dvelja á Kleppi núna og sumir þeirra hafa dvalið þar hátt í tvo áratugi vegna veikinda sinna. Dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar í marga áratugi og einna lengst dvaldi þar maður í 48 ár.

Perla Margrét Halldórsdóttir er þrítug og var nýlega greind með maníu sem hefur háð henni í rúman áratug. Hún tolldi hvorki í starfi né í hjónabandi og segist stundum ekki skilja hvernig hún gat tekist á við lífið. Perla segist hafa verið orðin mikið veik þegar hún var lögð inn geðdeild Landspítalans. Lengi hafa ríkt fordómar í garð vistmanna á Kleppi og Perla segist sjálf hafa haft slíka fordóma þegar hún var lögð inn á Klepp.

Hún segir viðbrögð fjölskyldu sinnar hafa einkennst af miklum ótta þegar hún var lögð inn á Klepp. Fordómarnir birtist einnig í ólíku formi og dæmi séu um



Perla segist fyrst nú getað lifað lifinu eftir að hafa fengið rétt lyf og meðferð á Kleppi og er þakklát fyrir dvöl sína þar. Hún leggur áherslu á að Kleppur sé ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð þar sem margir nái bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×