Innlent

Deep Purple lofar dúndurfjöri

Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld.

Deep Purple hefur komið tvisvar til Íslands áður og leikið á þrennum tónleikum, fyrst 1971 og síðan 2004. Roger Glover bassaleikari sveitarinnar segist hins vegar aldrei fá leið á að spila á tónleikum, þeir eru æðasláttur hljómsveitarinnar.

Þótt Purple hafi leikið á mörg hundruð, ef ekki þúsundum tónleika í gegnum tíðina en Glover segist aldrei fá leið á að spila. Bandið fær þó kærkomna hvíld eftir tónleikana í kvöld því með þeim er endi bundinn á tveggja mánaða langan túr þeirra. Á efnisskránni eru bæði nýrri lög og gömlu slagararnir en Glover er ekki viss um hvort tónleikarnir verði mjög frábrugðnir þeim sem þeir héldu hér 2004. Hins vegar komi fjöldi fólks aftur og aftur á tónleika þeirra og því hljóti þeir að vera mismunandi frá einu skipti til annars. Þess vegna segist Glover fara á sviðið í kvöld með ákveðnar væntingar. Sposkur á svip segir hann svo að aldrei megi búast við hinu óvænta, því þá væri það ekki óvænt, og lætur þar með að því liggja að búast megi við óvæntum uppákomum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×