Innlent

Síld og kolmunni komin í íslenska lögsögu

Fimm stór fjölveiðiskip eru nú byrjuð að veiða úr Norsk-íslenska síldarstofninum í íslensku lögsögunni austur af landinu. Tvö eru þegar búin að landa. Skipin eru nú norðaustur af landinu. Kolmunninn er líka að ganga inn í íslensku lögsöguna suðaustur af landinu þar sem nokkur fjölveiðiskip eru einnig að veiðum.

Nú er komin upp sú staða að skipstjórnarmenn geta valið hvort þeir ætla að veiða síld eða kolmunna, allt eftir því hvor stofninn er veiðanlegur hverju sinni því síldin og kolmunninn eru veidd í samskonar veiðarfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×