Innlent

Sinueldar á bökkum Elliðaánna -varpsvæði í hættu

Óli Tynes skrifar

Slökkviliðið berst nú við sinuelda í Víðidal. Eldarnir loga rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið. Reyk leggur yfir íbúðarhús í Seláshverfi. Talið er nokkuð víst þarna hafi verið kveikt í. Það getur verið hættulegur leikur svona nálægt mannabyggð. Þarna er til dæmis leiksvæði barna.

Þá eru eldarnir ekki síður hættulegir fuglalífi. Þetta er nánast á bökkum elliðaánna og þarna verpa margar tegundir mófugla. Lóurnar sem komu til landsins til þess að kveða burt snjóinn gætu farið illa út úr þessu.

Lögreglan segir að eldarnir séu á talsvert stóru svæði. Þeir geta breiðst hratt út, enda veður verið þurrt að undaförnu og sinan er skraufþurr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×