Síminn og Anza sameinast 30. maí 2007 15:34 Húsnæði Símans. Mynd/Vilhelm Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Stjórnendur fyrirtækjanna segja ástæðuna vera tækifæri til að veita viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði enn betri þjónustu út frá sterkri og sameinaðri heild auk þess sem góð samlegðaráhrif geti falist í samrunanum. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Anza í dag segir að með sameiningu krafta fyrirtækjanna megi ná fram auknum styrk á sviði þjónustu, ráðgjafar og sölu. Með breytingunni er einnig horft til þess að þróun lausna verði enn hraðari út á markaðinn og skerpt verði á þróun sértækra lausna fyrir mismunandi atvinnugreinar. Innan fyrirtækjasviðs Símans verða myndaðar tvær nýjar starfseiningar, þjónustueining og ráðgjafaeining. Þjónustueiningin mun byggja að stórum hluta á núverandi rekstrarsviði Anza en þangað færist núverandi þjónustustarfsemi Símans á fyrirtækjamarkaði, svo sem þjónustunúmerið 800 4000, bilanaþjónusta, þjónustuborð fyrirtækjasviðs og víðnetsþjónusta af tæknisviði Símans. Undir ráðgjafaeininguna fer núverandi lausnaráðgjöf Símans ásamt sérfræðingum frá Anza. Starfsfólki Símans og Anza var tilkynnt um samrunann í dag og mun starfsfólk Anza formlega hefja störf hjá Símanum frá og með 1. júlí næstkomandi. Þá mun Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, taka að sér að setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn með það að markmiði að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélag Símans, í Skandinavíu. Helstu verkefni verða að fylgja á eftir málum varðandi Sirius IT í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og kanna ný fjárfestingatækifæri félagsins á sviði upplýsingatækni, að því er segir á vefsíðu Anza. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Stjórnendur fyrirtækjanna segja ástæðuna vera tækifæri til að veita viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði enn betri þjónustu út frá sterkri og sameinaðri heild auk þess sem góð samlegðaráhrif geti falist í samrunanum. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Anza í dag segir að með sameiningu krafta fyrirtækjanna megi ná fram auknum styrk á sviði þjónustu, ráðgjafar og sölu. Með breytingunni er einnig horft til þess að þróun lausna verði enn hraðari út á markaðinn og skerpt verði á þróun sértækra lausna fyrir mismunandi atvinnugreinar. Innan fyrirtækjasviðs Símans verða myndaðar tvær nýjar starfseiningar, þjónustueining og ráðgjafaeining. Þjónustueiningin mun byggja að stórum hluta á núverandi rekstrarsviði Anza en þangað færist núverandi þjónustustarfsemi Símans á fyrirtækjamarkaði, svo sem þjónustunúmerið 800 4000, bilanaþjónusta, þjónustuborð fyrirtækjasviðs og víðnetsþjónusta af tæknisviði Símans. Undir ráðgjafaeininguna fer núverandi lausnaráðgjöf Símans ásamt sérfræðingum frá Anza. Starfsfólki Símans og Anza var tilkynnt um samrunann í dag og mun starfsfólk Anza formlega hefja störf hjá Símanum frá og með 1. júlí næstkomandi. Þá mun Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, taka að sér að setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn með það að markmiði að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélag Símans, í Skandinavíu. Helstu verkefni verða að fylgja á eftir málum varðandi Sirius IT í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og kanna ný fjárfestingatækifæri félagsins á sviði upplýsingatækni, að því er segir á vefsíðu Anza.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira