Innlent

Skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag

Tuttugu stiga hiti og léttskýjað er á eina skíðasvæðinu sem opið er á landinu í dag - í Skarðsdal við Siglufjörð. Úlfur Guðmundsson, forstöðumaður svæðisins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að meiriháttar snjór væri í dalnum og mikill snjór á efra svæði. Snjórinn er hins vegar lítill á neðra svæði enda hefur tólf til tuttugu stiga hiti verið á Siglufirði í vikunni.

Hugsanlega er þetta síðasta dagurinn sem opið verður á þessari vertíð ef hitinn helst í dag. Tvær lyftur verða opnar, T-lyfta og bungalyfta. Svæðið opnaði klukkan tíu og verður opið til fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×