Innlent

Unga parið enn á gjörgæsludeild

Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×