Innlent

Gengið yfir Vestfirðinga

Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar eigi að segja skilið við fiskveiðistjórnunarkerfið og hætta að ljúga því að sjálfum sér að kerfið sé gott. Hann segir að gengið hafi verið yfir Vestfirðinga með tilheyrandi hruni byggða.

Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Matthías kom víða við í viðtalinu og gagnrýndi m.a. Davíð Oddsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa alla tíð talað niður til fólks og ekki tekið mark á staðreyndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×