Nýskráningar bíla á fyrsta fjórðungi þessa árs fækkaði frá sama tíma í fyrra. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er fjöldinn hins vegar svipaður. Þá jukust nýskráningar um 66 prósent í maí. Greiningardeild Landsbankans segir að um árstíðabundna aukningu að ræða auk þess sem gera megi ráð fyrir því að hækkun á gengi krónunnar hafi töluverð áhrif.
Greiningardeildin segir í Vegvísi sínum í dag að þegar gengi krónunnar hafi lækkað í fyrra hafi dregið verulega úr nýskráningum bíla.
Þá segir að styrking krónunnar ætti að leiða til verðlækkanna á bílum. Hins vegar hafi ekki borið mikið á lækkun í verðskrám bílaumboðanna en tilboðsauglýsingar séu aftur á móti orðnar nokkuð áberandi.