Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar 6. júní 2007 11:56 Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Innlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö.
Innlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira