Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA 7. júní 2007 19:02 Manu Ginobili er einn níu útlendinga í úrslitaeinvíginu í NBA NordicPhotos/GettyImages Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. Alls munu níu útlendingar taka þátt í úrslitaeinvígi San Antonio og Cleveland sem hefst í nótt klukkan eitt. Franski leikstjórnandinn Tony Parker, Jómfrúareyjamaðurinn Tim Duncan og Argentínumaðurinn Manu Ginobili munu þannig fara fyrir liði San Antonio, en í liði Cleveland eru þrír útlendingar sem styðja við bak ofurstjörnunnar LeBron James. Eldra metið í þessum efnum áttu San Antonio og Detroit frá í úrslitunum árið 2005 en þá voru 7 útlendingar í liðunum tveimur. Tony Parker hjá San Antonio ætlar að giftast leikkonunni Evu Longoriu eftir úrslitaeinvígið og hann vonast til þess að leikmenn Cleveland lemji ekki mikið á honum í rimmunni svo hann geti litið sæmilega út á brúðkaupsmyndunum. "Ég væri svosem alveg til í að vera með skrámur á brúðarmyndunum ef það þýddi að ég hefði náð mér í fjórða meistaratitilinn minn," sagði Parker. Félagi hans Tim Duncan á von á erfiðum úrslitum og segir liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin að þessu sinni. "Ég held að við höfum aldrei farið jafn erfiða leið í úrslitaleikina, því við þurftum að slá út mjög sterk lið á leið okkar þangað," sagði Duncan. San Antonio sló út Denver, Phoenix og Utah á leið sinni í úrslitin. Útlendingar í úrslitaeinvígi NBA í ár: San Antonio: Tim Duncan - Jómfrúareyjum, Tony Parker - Frakklandi, Manu Ginobili og Fabricio Oberto - Argentínu, Beno Udrih - Slóveníu og Francisco Elson - Hollandi. Cleveland: Zydrunas Ilgauskas - Litháen, Aleksandar Pavlovic - Svartfjallalandi og Andreson Varejao frá Brasilíu. NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. Alls munu níu útlendingar taka þátt í úrslitaeinvígi San Antonio og Cleveland sem hefst í nótt klukkan eitt. Franski leikstjórnandinn Tony Parker, Jómfrúareyjamaðurinn Tim Duncan og Argentínumaðurinn Manu Ginobili munu þannig fara fyrir liði San Antonio, en í liði Cleveland eru þrír útlendingar sem styðja við bak ofurstjörnunnar LeBron James. Eldra metið í þessum efnum áttu San Antonio og Detroit frá í úrslitunum árið 2005 en þá voru 7 útlendingar í liðunum tveimur. Tony Parker hjá San Antonio ætlar að giftast leikkonunni Evu Longoriu eftir úrslitaeinvígið og hann vonast til þess að leikmenn Cleveland lemji ekki mikið á honum í rimmunni svo hann geti litið sæmilega út á brúðkaupsmyndunum. "Ég væri svosem alveg til í að vera með skrámur á brúðarmyndunum ef það þýddi að ég hefði náð mér í fjórða meistaratitilinn minn," sagði Parker. Félagi hans Tim Duncan á von á erfiðum úrslitum og segir liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin að þessu sinni. "Ég held að við höfum aldrei farið jafn erfiða leið í úrslitaleikina, því við þurftum að slá út mjög sterk lið á leið okkar þangað," sagði Duncan. San Antonio sló út Denver, Phoenix og Utah á leið sinni í úrslitin. Útlendingar í úrslitaeinvígi NBA í ár: San Antonio: Tim Duncan - Jómfrúareyjum, Tony Parker - Frakklandi, Manu Ginobili og Fabricio Oberto - Argentínu, Beno Udrih - Slóveníu og Francisco Elson - Hollandi. Cleveland: Zydrunas Ilgauskas - Litháen, Aleksandar Pavlovic - Svartfjallalandi og Andreson Varejao frá Brasilíu.
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira