Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar Vera Einarsdóttir skrifar 7. júní 2007 19:57 MYND/Visir Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar. Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar.
Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira