Innlent

76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna

Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né.

FÍB ákvað að kanna viðhorf almennings til málsins eftir að að olíufélagið N1 hætti í byrjun maí að birta upplýsingar um verð á eldsneyti á vefsíðu sinni.

Forsvarsmenn N1 gáfu samkvæmt tilkynningu frá FÍB þá skýringu að neytendur vildu ekki sjá slíkar upplýsingar á vefsíðu félagsins og skortur á verðupplýsingum væri ekki til óþæginda fyrir viðskiptavini.

FÍB gagnrýndi þessa afstöðu N1 meðal annars í ljósi þess að eldsneytisverð breytis mjög ört. Félagið ákvað í framhaldinu að standa fyrir könnun á viðhorfum almennings til málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×