Ég hef aldrei séð annað eins 9. júní 2007 18:15 Friðrik Ingi segir uppákomuna í Mónakó í dag með hreinum ólíkindum Mynd/Vilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira