Innlent

Rúmlega 20% Reykvíkinga versla aldrei í miðborginni

Rúmlega 20 prósent Reykvíkinga fara aldrei í verslun í miðborginni og tæp 23 prósent versla þar sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samanlagt fara því rösklega 43 prósent höfuðborgarbúa nær aldrei í verslun í miðborginni, samkvæmt könnun Gallups og Fréttablaðið greinir frá.

Ný samtök, sem heita Miðborg Reykjavíkur, voru stofnuð í gær og ætla þau að glæða verslun í gamla miðbænum samfara uppbyggingu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×