Íslenskur strætó í Kína 12. júní 2007 15:17 Mynd/365 Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna. Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna.
Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira