Innlent

Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði

Gissur Sigurðsson skrifar

Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur.

Hann var fluttur á Slysadeild Landspítalans, þar sem hann dvelur enn. Höggið var mikið, en hjálmur og góður hlífðarbúnaður kom í veg fyrir að hann slasaðist meira, að mati lögreglu. Unglingar mega aka slíkum hjólum á lokuðum æfingabrautum undir eftirliti foreldra, en ítrekað berast kvartanir frá þéttbýlilsstöðum á Suðurlandi  um að unglingar á torfæruhjólum séu að aka um götur og gangstíga í bæjunum, sem er harð bannað.

Líkja lögreglumenn þessu við foreldravandamál fremur en unglingavandamál, því þessi akstur er i raun á ábyrgð foreldranna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á torfæruhjólum síðusut misserin og nú er farið að flytja inn hjól í ýmsum stærðum allt niður í að sjö til átta ára krakkar geti hjólað á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×