Erlent

Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum

Vera Einarsdóttir skrifar
MYND/365

Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum í Danmörku í gær. Verið var að hreinsa ána þegar það fannst. Barnið var drengur, 50 cm langur. Hann var í hvítum plastpoka sem hafði verið þyngdur með steini. Á steininum stendur: "Fyrirgefðu. Hvíl í friði. Mamma og pabbi elska þig, litli drengurinn minn".

Líkið er fremur illa farið og hefur líklega legið í ánni allt frá tveimur vikum og upp í nokkra mánuði.

Þetta upplýsir rannsóknarlögreglumaðurinn Hermann Overgard í samtali við Jyllands-Posten í Danmörku. Hann vonast til þess að fá ábendingar sem leiði til foreldra drengsins. Í ljósi áletrunarinnar telur lögreglan líklegast að foreldrarnir hafi losað sig við barnið en segir þó ekkert öruggt í þeim efnum. Getgátur lögreglunnar eru að um unga foreldra sé að ræða. Samkvæmt krufningu fæddist barnið andvana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×