Innlent

Hátíðahöld gengu vel fyrir sig í gær

Hátíðahöld í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld tilefni þjóðhátíðardagsins gengu að mestu áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglu. Hún telur að á bilinu 30-40 þúsund manns hafi verið í bænum um tíuleytið í gærkvöld er þá var boðið upp á tónleika og dansleik.

Lögregla segir þó nokkuð hafa verið um ölvun, meðal annars hjá ungu fólki, en ekki þurfti að hafa afskipti af mörgum vegna þess. Eitthvað var um smápústra í bænum og gista þrír fangageymslur eftir atburði gærkvöldsins. Töluverður fjöldi var í bænum eftir að formlegri dagskrá lauk klukkan tólf en flestir voru farnir heim um þrjúleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×