Innlent

Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið.

Með bleiku steinunum fylgdi skjal, þar sem þingmennirnir voru hvattir til að kynna sér femínisma og minntir á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku.

Þingmennirnir tóku vel í hvatninguna. Þeir sögðust myndu huga að málaflokknum á næstu árum og og ítrekuðu yfirlýsingar um aðgerðir í jafnréttismálum. Guðbjartur Hannesson, Karl V. Matthíasson, Magnús Stefánsson, Sturla Böðvarsson og Ögmundur Jónasson í forföllum Jóns Bjarnasonar tóku við steinunum. Einar K. Guðfinnsson var á ríkisstjórnarfundi, ekki náðist í Kristin H. Gunnarsson. Guðjón Arnar Kristjánsson fær sinn stein á Ísafirði í dag og Einari Oddi Kristjánssyni var boðið að taka á móti sínum steini þar.

Þetta er í fjórða sinn sem að bleiku steinarnir hafa verið afhentir, fyrst árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×