Innlent

Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur

Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag.

Nýja hótelið verður í húsinu þar sem Glitnir er nú með aðsetur en áður var Iðnaðarbankinn þar til húsa. Hótelið verður í þessu húsi ásamt nýum byggingum sem rísa munu á lóðunum norðan og sunnanvið húsið. Það er Icelandair Hotels Group og Rivulus ehf sem undirritðu samninginn í dag á þaki hússins. Áformað er að í Hótelinu verði 133 herbergi og á þetta að verða fjögurra stjörnu glæsihótel, samkvæmt tilkynningu, með líkmasræktaraðstöðu og veitingasal á efstu hæð hússins. Icelandair rekur tvær hótelkeðjur, Icelandair hotels og Edduhótelin en stærsta hótel keðjunnar er Nordica sem nýverið var samið um að yrði breytt í Hilton hótel með haustinu. Bílakjallari verður undir hótelinu en ráðgert er að opna það eftir tæp tvö ár eða í maí 2009




Fleiri fréttir

Sjá meira


×