Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri Einingar-Iðju, og Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, skrifuðu í vikunni undir samning um heildarbankaviðskipti.
Í tilkynningu frá Einingu-Iðju segir að stjórn félagsins hafi ákveðið að bjóða út öll bankaviðskipti. „Aðalbanki okkar er búinn að vera Glitnir til fjölda ára, en við höfum einnig átt viðskipti við Sparisjóðinn og líkað vel. Félagið fékk tilboð frá þremur aðilum og bauð Sparisjóðurinn best. Því erum við að færa allar okkar þjónustu til þeirra. Eining-Iðja á ákveðnar peningalegar eignir og betri ávöxtum getur auðvitað munað heilmiklu fyrir félagið og því erum við að færa okkur um set," segir Björn Snæbjörnsson í tilkynningunni.