Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei náði í dag 7 ára hámarki. Vísitalan hefur hækkað samfellt síðustu sex daga og er heildarhækkunin tæp 3 prósent.
Greiningardeild Landsbankans bendir á það í Vegvísi sínum í dag að hlutabréfavísitölur hafi almennt hækkað þónokkuð það sem af er ári, þar af Nikkei um sex prósent. Greiningardeildin segir hækkunina þó ekki mikla í samanburði við nágrannaríkið Kína, en þar hefur Shanghai Composite hlutabréfavísitalan hækkað tíu sinnum meira eða um tæp 60 prósent.
Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um 27,78 prósent það sem af er árs.