Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu 23. júní 2007 20:15 Forráðamenn Utah Jazz eru orðnir leiðir á vandræðum Kirilenko, en sitja væntanlega uppi með hann næstu árin NordicPhotos/GettyImages Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni. NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni.
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira