Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona 25. júní 2007 16:58 Henry heilsar stuðningsmönnum Barcelona á Nou Camp AFP Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08