Fellibylur reið yfir strendur Pakistan í morgun, aðeins einum degi eftir að flóð banaði yfir 200 manns í Karachi borg.Yfirvöld í Pakistan hafa flutt þúsundir manna á brott af lágum landsvæðum.
Fellibylurinn Yemyin fór á 130 kílómetra hraða yfir arabíska hafið, og lenti svo á tveimur bæjum, Ormara og Pasni. Úrhellisrigning kom í kjölfarið sem gerði björgunarsveitum erfitt að hafa samskipti.
Vitað er að fellibylurinn hafa sökkt tveimur bátum en ekki er vitað hversu margir voru um borð.